Nú eru komin endanleg svör vegna náms Jennýjar Brynjarsdóttur við Ohio State University. Það liggur fyrir að hún mun hefja nám við skólann 3. janúar 2006. Þetta þýðir að við munum halda til BNA í lok desember á þessu ári í stað fyrirhugaðrar brottfarar í lok ágúst. Ég mun fresta námi mínu í Trinity Lutheran Seminary um eitt ár og hefja nám þar í byrjun september 2006 en taka 6 mánaða fæðingarorlof frá desember 2005 og fram í maí 2006. Skólinn minn staðfesti nú í dag að þetta plan gangi upp. [breytt, 20:41, 15. mars]
Þannig að ef ekkert gífurlega óviðráðanlegt kemur upp á næstu 8 mánuðum, þá liggur ljóst fyrir að við erum að yfirgefa skerið.