Við fjölskyldan héldum í gær í rólegheitaferð til Danaveldis og verðum fram á laugardag. Hugmyndin að heimsækja dýragarðinn, Luisianasafnið, Rosenborgarkastalann og borða góðan mat.
Nú þegar hefur planið breyst enda ekki vænlegt að halda í langferðir hér í Danaveldi. Veðrið er snjór og meiri snjór, rok og leiðindi og almenningssamgöngur ekki alveg áreiðanlegar. En það er líka kósí að hanga saman, ég í tölvunni, konan að lesa Kig Ind og Anna Laufey í Barbie.
Mæli með safninu Experimentarium fyrir alla fjölskylduna. Er í sömu átt og Dyrehavsbakken, farið út næst á undan Charlottelund, minnir mig. Lestarsamgöngur frá miðbænum. Hafið það gott.
Eyddum rúmum hálfum degi í Experimentarium í gær. Vá, vá, vá… það var frábært! Við náðum að skoða einhvern hluta safnsins en ljóst að þarna verður farið aftur í næstu heimsókn til Köben.
Á einmitt góðar minningar úr fjölskylduferð í þetta safn, man hvað sonur minn (sá eldri) var sérstaklega heillaður af safninu og vildi fá ,,svona dót” í herbergið sitt.