Það er margt sem liggur á náttborðinu þessa dagana. Film as Religion er áhugaverð nálgun John C. Lyden á kvikmyndir sem trúarlegan veruleika í víðri merkingu trúarhugtaksins. Hann Þorkell benti mér á bókina í áhugaverðri og skemmtilegri flugferð til Osló með viðkomu í Stokkhólmi í lok janúar. Önnur bók á borðinu heitir God’s Politics: … þar glímir höfundur við skilning bandarískra kjósenda á því að vera kristinn. Ekki má gleyma tveimur bókum eftir James M. Childs jr. siðfræðiprófessor við Trinity Lutheran Seminary, annars vegar Creed … sem veltir upp spurningum um viðskipti og kristna siðfræði og hins vegar Preaching Justice: … .
Það er kannski einhverjum ljóst að áhugasvið mitt þegar kemur að trúmálum, liggur hvað helst í samspili trúarlegs veruleika og samfélags í samtímanum. En áður en ég ræðst í þessar bækur af nokkru viti bíður reyndar eitt mikilvægt verkefni: Að fylgjast með Harry Bosch leysa enn eitt sakamálið í bókinni Trunk Music eftir Michael Connelly.
Film as Religion er mjög spennandi, en eins og svo margar slíkar bækur kallar hún ekki bara á lestur heldur líka áhorf! Það getur því tekið tíma að fara yfir hana alla.