Mér varð hugsað til þess áðan á fyrirlestri, hvort neðangreind setning væri rétt:
Það hvað þú lætur ofan í þig, segir til um hversu mikla [breytt] virðingu þú berð fyrir sjálfum þér.
Mér varð hugsað til þess áðan á fyrirlestri, hvort neðangreind setning væri rétt:
Það hvað þú lætur ofan í þig, segir til um hversu mikla [breytt] virðingu þú berð fyrir sjálfum þér.
Comments are closed.
Segir maður ekki frekar “hve mikla virðingu”? Eru til eitthvað margar virðingar sem maður velur úr? Síðan hljómar “það hvað” asnalega þó að það sé alveg eins og “það sem”, kannski eru bara dagar “hvað”s sem tilvísunarfornafns taldir. Því miður 🙁
Takk fyrir ábendinguna.
Þetta gæti verið nútímaútgáfan af hendingu Hávamála:
Þetta útleggst: Gráðugur maður étur handa sér dauða, nema hann hafi stjórn á löngun sinni, þ.e. étur sig í hel. Ég flyt þetta stundum upphátt fyrir framan spegilinn eftir matinn. 😉
Líkaminn endurnýjar sig að fullu á 4-7 árum. Maður getur því spurt sig, úr hverju vill maður vera?
Til hliðsjónar og fróðleiks.