Stundum er eins og allar fréttir séu slæmar, pirringurinn ræður ríkjum á annálnum mínum og það er ekkert gaman. En þá skyndilega birtist fegurðin og snilldin í sinni skírustu mynd. Hvernig er hægt að vera leiður þegar svona hlutir birtast.
Annars, jú, það er auðvitað sorglegt að enn skuli vera til fólk sem vafrar um í vantrú og efa og missir af fegurðinni.
Fegurðin sem þú heldur að ég sé að missa af er fölsk fegurð. Ég sé næga fegurð í því sem satt er og rétt 🙂
Það er sárt með þig, Birgir, hvernig þú ferð á mis við frelsið og gleðina sem fylgir því að ganga á mjóa veginum sem liggur til lífsins. 🙂
Sammála þér í matinu á þessari græju. Miera að segja mig langar í svona makka 🙂
Þú þarft ekki að vorkenna mér fyrir að vilja ekki lifa í lygi.
Birgir minn, það er greinilegt að þú hefur aldrei prófað að nota Macintosh tölvu.
Ég myndi ekki sætta mig við minna en 512 mb og Airport/Bluetooth kort í þessari tölvu. Bætast þá $200 við verðið. Annars er hætt við að nýfrelsaður notandinn gangi af trúnni.
iGræjur
Jæja, Matti ég er svo sem vanur efasemdarausinu í þér. 🙂
iGræjum svarað.
Ég væri alveg til í svona hvítan kubb. Ps. The Apple Store of the Future býður upp á “Steve Jobs Altar”.