Hugmyndir James W. Fowler um 6 stig trúarþroskans eru áhugaverðar. Þó þær séu að mestu takmarkaðar við hin vestræna heim. Hér á eftir hyggst ég kasta niður grunnhugmyndunum.
intuitive-projective stage. Heimurinn er óskýranlegur. Línan milli þess sem er og ímyndunar er vart til staðar. Á þessu stigi geta einstaklingar (börn) ekki skilið huglægt. Guð er í huga einstaklinga á þessu stigi oft eldri maður með langt skegg.
The mythic-literal stage. Einstaklingur er í stöðugri leit að samþykki og viðurkenningu frá yfirvaldi. Þessu stigi fylgir líka ofurtrú á öllu sem er skrifað. Trúin sem slík er talin æðri náttúrulögmálunum í einhverjum tilfellum. Eitt einkenni þessa stigs er gagnkvæmni. Ef ég lofa guð eða starfa fyrir hann, þá “skuldar” guð mér greiða.
The conventional stage. Að mati J.W. Fowler einkennist þriðja stigið af hópaðlögun. Yfirvaldið stendur utan sjálfsins og styðst við viðmiðunarhópinn. Trúin er ekki gagnrýnd og er talin óhagganleg og órannsakanleg. Tákn eru talin hafa innri kraft.
The individuative-reflective stage. Tákn eru aðskilin frá merkingu þeirra. Einstaklingur skilur að merking tákna og staða þeirra er ekki innbyggt í táknið sjálft. Áhersla einstaklingsins getur jafnvel legið í að komast að kjarnanum bak við táknið í leit að raunsæjum skilningi. Mat á því sem er rétt og rangt þróast innra með einstaklingnum.
Conjunctive faith. Nýr skilningur á reynslu sem er utan við rökhugsun hjálpar einstaklingnum til að skilja, samþykkja og tileinka sér hvað tákn standa fyrir. Einstaklingar fagna mýtum og táknum sem boðberum sannleikans, en ólíkt fyrri stigum þá er sannleikurinn talinn afstæður og ekki endanlegur. Bæði tákn og mýtur eigin hefðar og annarra eru viðurkennd sem mögulegir opinberendur sannleikans.
Universalizing faith. Sjötta stigið í hugarheimi J.W. Fowler er talið drifið áfram af hugmyndinni um réttlæti. Það réttlæti sem einkennir sjötta stigið er óháð mærum hópa og þjóða. Einstaklingur á sjötta stigi er sannfærður um sannleika sem ekki er lengur afstæður heldur einn (þó hvorki einangrandi né einfaldur).
Ofangreindar skilgreiningar eru miklar einfaldanir á hugmyndum J.W. Fowler’s en geta hjálpað til með að skilja hegðun einstaklinga og hópa við tilteknar aðstæður.