Islam – kristin samræða

Þrátt fyrir grein Karl Blöndal í Morgunblaðinu fyrir tveimur vikum um að múslímasamfélagið sé til óþurftar í Þýskalandi og næstum allt sé að hjá þeim, þá er ýmislegt í jákvætt í gangi. Það á bara eftir að láta vita niður á Mogga.

Á vefsíðunni www.ifa.de er m.a. áhugaverð gögn um viðhorf múslíma til stöðu sinnar í landinu. Viðhorf sem ekki voru áberandi í grein Karls. Eins er hægt að sjá viðhorf múslíma á síðunni www.qantara.de sem er styrkt af þýska utanríkisráðuneytinu. Á þeirri síður er einnig rætt um samræður milli trúarbragða.

Þá er við að bæta að líkt og Karl benti á þá hafa múslímar að jafnaði verri félagslega stöðu en aðrir Þjóðverjar. Það stjórnast að mati margra ekki síður af öðrum þáttum en trúarlegum. Sú staða að stærra hlutfall múslíma skrapar botninn í félagslegum skilningi, er verr menntað og síður líklegt til að vera læst, útskýrir einangrun þeirra og aukið heimilisofbeldi í þeirra hópi mun frekar en trúarlegir hvatar. Sú staða sem birt er með tölfræðilegum útlistunum á Þjóðverjum í heild annars vegar og múslímum í heild er þess vegna mjög villandi.