Nýtt dót


Í gærdag eignaðist ég nýja græju. Afleiðingarnar reyndar að ég fæ enga jólagjöf frá konunni, en hvað um það, loksins hef ég endurnýjað iBook vélina mína.

6 thoughts on “Nýtt dót”

  1. Þetta er alveg misheppnuð græjulostafærsla 😉 Maður á að minnsta kosti að telja upp Megabæt, gígabæt og tommur (á skjánum þ.e.), að ógleymdum aukahlutum – annars er ekkert gaman að þessu. 😛

  2. Það er með þig og tölvur eins og trúmálin. Þú skilur ekki fegurðina. 🙂 Þegar maður kaupir iBook þá er það liturinn, útfærslan á geisladrifinu og einfaldleikinn sem heillar. Langflestum er fullkomlega sama hvort tölvan er 1,2GHz PowerPC G4, hvort minnið sé 256MB, hvort keyrt er á X, 10.3.6 og diskurinn 60GB. Enda má alltaf stækka minnið. Einhverjir hugsanlega eru ánægðir með að vita að skjárinn er 14″ og það sé Combodrif (DVD/CD-RW). En þegar allt kemur til alls er þetta spurningin um hvort hún virkar, hjálpar þér að takast á við lífið og gerir þig að betri manneskju. 🙂

  3. Nei, nú er ég algerlega sammála Matta. Það er trúaratriði hvað felst í tölvunum sem maður kaupir og ég held að flestir láti sig varða mikils stærð og minni. Að stærðin skipti ekki máli er bara vitleysa. 😉

  4. Mér finnst reyndar ekki nóg að telja bara upp tommurnar, vil vita upplausnina á skjánum líka! En til hamingju með gripinn Elli, hér eftir verða gerðar miklu meiri kröfur til þín, bæði hvað varðar annálsfærslur og manneskjulegheit 🙂

  5. upplausnin á skjánum er 1024*728, en það má bæta við skjá og stækka verulega með hjálp hakks, sem heitir screen spanning doctor. því miður kostar það að vélin dettur úr ábygrð … en virkar á allar iVélar. Verð að segja eitt, Elli, þú ættir að fá þér eins mikið minni í vélina og hún tekur við. Biðtími eftir því að eitthvað gerist ef þú hefur meir en þrjá glugga opna styttist umtalsvert, og þá meina ég UMTALSVERT.

Comments are closed.