Ég og Anna dóttir mín vorum að mynda á stafrænu myndavélina mína í gærkvöldi. Þá náði ég þessari mynd af fyrsta skarðinu vegna týndrar tannar.
Til að halda inni einhverjum bakgrunni, þá nota ég fill-in flassið á Ixus-inum mínum. Það kallar einnig fram hreyfingu, líf í myndina. Ixus-inn minn býður nú samt ekki upp á sömu möguleika og sumir aðrir hafa.
Það er ekki fjöldi möguleikanna sem skiptir máli heldur hvað þú gerir við þá 🙂 Skemmtileg mynd.
Flott mynd Elli eins og myndirnar hans Matta eru líka. Fannst ég spotta mjög skemmtilega ljóðrænu í þeim öllum.