Ég var að leita að mynd af föður mínum á netinu, þegar ég rakst á frásögn í Tímariti íslenskra hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 79. árg. Þar er eldri kona í nostalgíukasti yfir fornri tíð og rifjar upp vísu um hann föður minn.
Keppa þær um lífsins lán
lærðan, slyngan guma
eins og mý á mykjuskán
meyjar í kring um Tuma.
Þetta vissi ég ekki um hann pabba. 🙂