Sú venja Fréttablaðsins að skanna netið og birta stutta texta af blogg-síðum er áhugaverð. Textinn er jafnan birtur undir yfirskriftinni Af netinu, sem verður að teljast viðeigandi fyrirsögn. Meðan einungis er um stuttar tilvitnanir er auglýsingagildið nokkuð fyrir viðkomandi síður og enginn ástæða til að amast við því.
Það fór hins vegar verulega í mig að núna um helgina birtust textar af síðunni minni undir yfirskriftinni Bréf til blaðsins. Af því tilefni vil ég beina því til starfsmanna Fréttablaðsins að hvorki skrif mín né ummæli á síðunni minni eru ætluð Fréttablaðinu sérstaklega. Ef ég þarf að senda bréf til birtingar í blaðinu þá verður það ekki gert í gegnum þessa síðu.
Þetta kom mér líka verulega á óvart og sérstaklega undir yfirskriftinni: Bréf til blaðsins. Eins gott að gæta sín! B.kv. Örn B.