Menningarlíf á vordögum

Síðustu vikur og mánuði hef ég fengið að sjá og njóta margskonar menningarviðburða sem dóttir mín hefur ýmist tekið mig með sér á eða hún hefur tekið þátt í að skapa.

Meðal þess sem ég hef séð og upplifað er:

  • Les Miserables í uppfærslu Happy Ending Theater í Shaker Heights. En dóttir mín lék á fiðlu í hljómsveit húsins. Hægt er að lesa umfjöllun um uppsetninguna á cleveland.com.
  • Þá sá ég Fiddler on the Roof í uppfærslu Drama Dreamers í St. Paul’s Episcopal Church, en dóttir mín sá um hönnun á lýsingu og ljósastýringu á þeirri sýningu.
  • Ég fór á New Stages 32, sem er tilraunaleikhús, með stuttum leikþáttum skrifuðum af High School nemum, þar sem margir þekktir handritshöfundar hafa byrjað feril sinn. Dóttir mín sá um uppsetningu á ljósum og ljósastýringu á sýningunum í ár.
  • Þá fylgdi ég dóttur minni á Cleveland International Film Festival þar sem við fórum og horfðum á nokkurn fjölda af stuttmyndum af ýmsu tagi. Eins fór ég einn á kvikmyndina Hross í oss, sem var sýnd á kvikmyndahátíðinni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.