Lýsingarnar eru ekki glæsilegar á leiðtogunum í Samaríu. Þeir eru fyrst og fremst drykkjurútar.
Þessir menn slaga einnig af víndrykkju,
skjögra af áfengum drykkjum,
prestar og spámenn slaga af sterkum drykkjum,
ruglaðir af víni,
skjögrandi af drykkju,
slaga er þeir sjá sýnir,
riða er þeir kveða upp dóma.
Öll borð eru þakin spýju,
enginn blettur laus við saur.
Leiðtogar í Jerúsalem eru varaðir við að sömu örlög geti beðið þeirra. Hér má sjá kall til iðrunar, eða endurskoðunar. Jesaja býður samt ekki upp á lausn frá yfirvofandi hörmungum ef iðrast er, eyðingin er óumflýjanleg. Jesaja kallar þannig fólkið til að gera það sem rétt er, óháð afleiðingunum, þrátt fyrir að örlögin verði ekki umflúin.