Lögmálið er einvörðungu skuggamynd hins raunverulega Guðsríkis. Hér er auðvelt að sjá áhrif frummyndakenningu Plató í textanum, hvort sem þau séu raunveruleg eða ekki.
Helgihaldið og fórnarþjónustan verður aldrei annað en skuggamynd, að mati höfunda/r Hebreabréfsins, enda séum við kölluð til að gera vilja Guðs, ganga fram í djörfung í trausti til skaparans,
[gefa] gætur hvert að öðru og [hvetja] hvert annað til kærleika og góðra verka.
Þetta er þó ekki eintómt partístand. Ritari/ar bréfsins vara(r) við skömminni af því að brjóta vísvitandi gegn vilja Guðs.
En við skjótum okkur ekki undan og glötumst heldur trúum við og frelsumst.