Guð lofaði þjóð sinni landi sem flyti í mjólk og hunangi, ef þau tækju við sáttmálanum sem Guð gerði við forfeður þeirra, en þau hlustuðu ekki og hlusta ekki. Jeremía bendir á að loforð og heilagt fórnarkjöt sé ekki leið til að sættast við Guð og í orðum Jeremía enduróma orð Amosar í orðastað Guðs.
Ég hata, ég fyrirlít hátíðir yðar.
Ég hef enga ánægju af samkomum yðar.
Jafnvel þótt þér færið mér brennifórnir og kornfórnir
lít ég ekki við þeim,
né heldur matfórnum yðar af alikálfum.
Burt með glamur sálma þinna sem aðeins er hávaði.
Ég vil ekki heyra hörpuleik þinn.
Réttvísi skal streyma fram sem vatn
og réttlæti sem sírennandi lækur.
Jeremía er hótað fyrir viðvörunarorð sín. Honum er sagt að ef hann hætti ekki boðun sinni muni hann deyja.