Pétur Björgvin vísar í og fjallar um áhugaverðan veruleika stórfyrirtækja í neyslusamfélagi samtímans. Þar sem samfélagsleg ábyrgð neytenda er notuð til markaðssetningar. Áhersla Hjálparstarfs kirkjunnar á FairTrade viðskipti og þátttaka m.a. Nóatúns í verkefninu er gott dæmi um þetta á Íslandi. Samfélagsleg ábyrgð einstaklinga er um margt annars konar á Íslandi en t.d. hér í BNA en það verður gaman að sjá hver þróunin verður.
Hér í BNA eru það stórfyrirtæki eins og Starbucks sem notast hvað mest við samfélagslegu ábyrgðina við markaðssetningu en ákveða að keppa ekki á verðmarkaði. Jenný gaf mér jólagjöf frá Apple þessi jól, sem er hluti þessarar markaðsáherslu. (Product)RED eru sérmerktar vörur frá fyrirtækjum sem keppa ekki um verð við aðra (American Express, Armani, GAP, Apple og Converse) heldur um ímynd. En hluti vöruverðsins rennur til baráttunnar gegn eyðni í Afríku.
Áhugaverð ábending og mikilvægt að velta því nánar fyrir sér hvernig fyrirtæki geti verið trúverðug.
Þetta eru góðar ábendingar og efnið er tvímælaust þess virði að ræða það frekar. Eitt er það þó sem ég átta mig ekki á: Ert þú að gagnrýna þessi fyrirtæki fyrir að misnota sér neyð eyðnismitaðra í Afríku í þágu markaðssetningar eða lítur þú á þetta sem jákvætt innlegg í baráttuna gegn eyðni, eða þarf eitt ekki að útiloka annað eða ertu að hugsa eitthvað allt annað … Gætirðu útlistað þetta aðeins nánar fyrir mig 🙂
Ég tek í sjálfu sér ekki afstöðu til þess hér, hvort þetta sé neikvætt eða jákvætt. Þó tel ég að jákvæðu þættirnir séu t.d. þeir að neytendur og fyrirtæki eru ekki að “aumka” sig yfir þá sem eiga bágt, eins og við sjáum t.d. í framlögum ýmissa fjársterkra aðila sem gefa til að fá viðurkenningu. Hér er að mínu mati um að ræða samstöðu frekar en “charity”. Apple er að selja iPod í milljónatali, rauði iPod-inn mun ekki hafa veruleg áhrif á hagnaðinn. Þeir eru með þessu að gefa fólki kost á að sína samstöðu. Þeir hagnast, fólk í Afríku hagnast, allir glaðir. Ég held að umræða um hjálparstarf sé að færast frá hjálp yfir í réttlæti, slagorð hjálparstofnanna 21. aldarinnar verði “Solidarity not Charity” og ég sé í RED verkefninu þessa þróun. Auk þess er Anna og H.k. liðið að vinna frábært starf á þessum nótum.