Næst er það ÍA og Keflavík

Nú þarf að stefna að því að fella ÍA og Keflavík úr efstu deild að ári og treysta á að Þróttur R og Fjölnir komi upp. Með því móti verður Kaplakriki eini sveitavöllurinn sem þarf að spila á. Reyndar má deila um Kópavogsliðin en það er samt eiginlega úthverfi.

10 thoughts on “Næst er það ÍA og Keflavík”

  1. Tilraun til að benda á þá áhugaverðu staðreynd að í stað tveggja landsbyggðaliða sem féllu úr efstu deild í knattspyrnu, komu tvö Reykjavíkurlið upp. Á næsta ári verða aðeins tvö lið í deildinni utan höfuðborgarsvæðisins. Ef við lítum svo á að Akranes og Keflavík séu utan höfuðborgarsvæðisins.

  2. Þetta er skýr birtingarmynd þess að landsbyggðin heldur áfram að veikjast. Uppbygging íþróttafélags kallar á fjármagn og virkan stuðning umhverfisins. Þannig virðist fjármagnið á landsbyggðinni sem einhverju sinni hefði nýst á staðnum, halda áfam að vera á hröðum flótta. Meira að segja í sterkri kvótabyggð eins og í eyjum er stemmningin að hverfa, ýmist til Stoke eða Toyota-umboðsins.

  3. Þaernebblega þa!Ekki legg ég nú trúnað á það að í upphafi verið lagt af stað í þessa umræðu með jafn djúpum undirtón og “Elli” lætur nú í veðri vaka. Fannst mér nú helst að hæfileg illkvittni og mátuleg kerksni hafi verið það sem sendi ritara annálsins út á ritvöllinn með þetta viðfangsefni í upphafi. Tal um “sveitavelli” styður þá kenningu mína og það orðalag að það þurfi að “stefna” að því að fella Akranes og Keflavík úr efstu deild. Rétt er og að halda því til haga að amk. vellirnir í Grindavík, á Akranesi og í Keflavík eru bærilegustu leikvangar á okkar mælikvarða. Og þá er rétt að nefna að “stórborgarliðin”, sem þeim sem hóf máls á þessu öllu saman, er akkur í að einoki deildina hafa ekki öll burði til þess að leika á eigin völlum – og hana nú.

  4. Ég þekki líka fólk á landsbyggðinni sem er bara alveg sama um fótbolta, kannski að það sé bara orðið í meirihluta og láti sig mikilvægara hluti máli skipta! Í öllu falli finnst mér þú þurfa, Elli, að leggjast aðeins dýpra yfir rannsóknir þínar um meinta ,,veikingu” landsbyggðarinnar.

  5. Guðmundur sakar mig hér um illkvitni og gefur í skin að hugsanir mínar risti ekki alltaf djúpt. Slíkum athugasemdum er að sjálfsögðu hafnað alfarið. 🙂 Og þó, mér þótt skemmtilegt að geta gert dissfærslu á ÍA og ÍBK á sama tíma (fyrir Guðna Má, Gísla Geir, Styrmir og Sæla). Þegar svo gafst tækifæri til að dissa Eyjamenn í ummælum, þá gat ég ekki látið það vera. Eina sem ég hef látið ógert er að ráðast að Grindvíkingum, en að halda því fram að rokið þar henti fyrir fótbolta. Nei, Guðmundur minn, nei.

  6. Af Holtavegi 28 er það að frétta að það er búið að ráða alla forstöðumenn í flokka næstu 30 árin og enginn þörf á óbreyttum foringjum í unglingaflokk, alla vega ekki ef djáknar í framhaldsnámi erlendis ákveða að sækja um. Þá mun ekki verða leitað til út fyrir landsteinanna í gerð fræðsluefnis, að minnsta kosti ekki fyrr en þess færsla hefur verið tekin út eða íþróttafélagið FRAM verður lagt niður, hvort sem fyrr verður. Hvernig er það, annars veistu þú ekkert hvað þú átt að segja til að koma þér í mjúkinn hjá þeim sem ráða þig í vinnu? Mikið að þú sparkir ekki líka í Þrótt, svona Gyðu vegna 😉

  7. Guðni, ég hef vit á því að spá Þrótti frama á komandi árum, enda er Gyða yfirmaðurinn sem öllu ræður. Síðan skulum við hafa það á hreinu að Fram er ekki íþróttafélag, íþróttabandalag, hvað þá fimleikahópur heldur er um að ræða KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ FRAM.

  8. Keflavík getur ekki fallið, og er miðpuntur Íslands enda við Miðnesheiði. Við þurfum reyndar að skjótast í úthverfi Keflavíkur á laugardaginn að ná í eina dollu sem við eigum þar..

Comments are closed.