Æskufólk

Þeir hafa gefið fortíðina upp á bátinn. Þeir hafa gert það upp við sig að það skipti engu máli hvort þeir hafi í gær verið ríkir eða fátækir, menntaðir eða fáfróðir, stoltir eða lítillátir, ástfangnir eða tómlátir – ekki frekar en það skiptir máli hvernig gola berst í hári þeirra. Þess háttar fólk horfir beint í augu manns og tekur þétt í hönd manns. Þess háttar fólk er létt á fæti eins og æskumenn.

Úr Draumum Einsteins eftir Alan Lightman

Vegna orða Carlosar um mismunandi nálgun að veruleikanum, þá flugu mér þessi orð í hug í guðsþjónustu í Christ Lutheran Church í dag. Ef við vitum að lausnarinn lifir á himnum. Eigum við þá ekki að vera glöð og fagna því og bera þann fögnuð til annarra. Hræðslan við fortíðina, gjörðir okkar, gjörðir annarra eða hvað annað sem er eiga engan tilverurétt. Við eigum að vera létt á fæti, spennt og forvitinn eins og æskumenn.

One thought on “Æskufólk”

Comments are closed.