Jóhannesarguðspjall 18. kafli

Pétur fær svolítið harkalega útreið í Jóhannesarguðspjalli. Hann gengur ekki í takt, virðist óstöðugur og framkvæmir áður en hann hugsar. Ég velti fyrir mér hvert samband höfundar Jóhannesarguðspjalls var við Pétur. Ef til vill er skorturinn á einingunni sem talað er um í 17. kaflanum sjáanleg í spennunni milli þeirra tveggja.

Útvalningarkenningin, fyrirfram skrifað handritið á himnum ræður ríkjum í 18. kaflanum. Allt gerist eins og ritningarnar höfðu mælt fyrir um. Meira að segja aumingjans Pétur verður spádómsorðum að bráð.

Sjálfsöryggi Jesús kallast á við ótta og hræðslu lærisveinanna. Textinn er skýr um það að Jesús hafði ekkert brotið af sér. Hann er sendur höfðingja á milli. Það minnir helst á leik þar sem sá tapar sem endar með vandamálið á sínum höndum þegar tónlistin stöðvast. Lausn Pontíusar Pílatusar er að gera fjöldann ábyrgan.

Fyrir nokkrum árum skrifaði ég prédikun út frá nokkrum versum í 18. kaflanum. Ég birti hana hér á vefnum fyrr í dag.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.