Ég lendi í því alltaf öðru hvoru að vera bendlaður við prestsverk. Þetta gerist oft á þann veg að einhver nákominn kvarti undan því að ég hafi ekki gengið alla leið og orðið prestur. Fyrir utan þann misskilning sem þetta lýsir á eðli djáknaembættisins í lúterskri hefð og ekki síður óviljandi vanvirðingu í garð þeirrar köllunar sem ég hef til starfa í kirkjunni, þá varpar þetta í mínum huga fram vangaveltum um það að vera prestur sjálfs sín.
Sú hugmynd að vera sjálfs sín prestur hefur mér alltaf þótt svolítið óviðkunnanleg. Prestur sem útdeilir sjálfum sér, en veitir ekki meðhjálpara umboð til þess gerir að mínu viti lítið úr samfélagi trúaðra. Vissulega geta legið til grundvallar praktískar ástæður að prestur þjónustar sjálfum sér og nánustu fjölskyldu en þegar prestur hoppar inn fyrir gráðurnar til að spyrja barnið sitt spurningarinnar á fermingardaginn, en leyfir sóknarprestinum að spyrja hin, þá er einhver misskilningur í gangi.
Hvað varðar eðli köllunar minnar og djáknaembættið, þá verður bara að hafa það. Það er ómögulegt að útskýra þann veruleika.
Blessaður Elli. Held að þú verðir að skrifa færslu númer tvö um misskilning á köllun til djákna / eðli djáknaembættisins og færslu númer þrjú um það að vera prestur sjálfs síns. Í öllu falli varð þessi færsla of háfleyg fyrir mig í þessari samþættingu – en ég þarf svo sem ekkert að skilja hana (-:
Svo ég útskýri í stuttu máli. i. Það skilur engin/n köllun mína að starfa í kirkjunni án þess að hafa áhuga á að vera prestur. En það verður að hafa það. ii. Ég skil ekki að einhver geti verið prestur sjálfs sín, mér finnst það gera lítið úr samfélagi trúaðra. Það á hvort sem er við þegar einhver veitir sjálfum sér altarissakramenti eða annast prestsverk innan nánustu fjölskyldu. iii. Færslan byggðist á því að náinn fjölskyldumeðlimur kvartaði undan að ég gæti ekki annast prestsverk fyrir sig.
Góð grein og góðar skýringar, Elli. Mér líður eins og þér hvað köllun og vígða þjónustu varðar.