Fyrir um klukkustund bankaði ungur svartur strákur upp á hjá okkur og sagðist hafa bjargað hjólinu okkar frá þjófi og komið með það aftur. Eftir að hafa sagt það hljóp hann austur með húsinu áður en ég gat þakkað honum fyrir.
Ég sá að það var rétt hjá kauða, hjólið var ekki þar sem ég skyldi það eftir í gær og lásinn var allur vafinn um gírskiptinguna. Ég ákvað að taka hjólið inn og nú er ljóst að ég þarf að kaupa keðju til að festa utan um súlurnar hérna úti.
Nú rétt í þessu kom síðan lögreglan og bankaði upp á. Þannig var að Schmidt fjölskyldan hafði rekið augun í ungan svartan strák læðupúkast inn á íbúðasvæðinu og hlaupa síðan á harðahlaupum framhjá heimili þeirra. Ég þurfti því að gera lögreglunni grein fyrir því að misheppnaður hjólaþjófnaður hefði átt sér stað og lofaði því að ef ég hitti drenginn sem bankaði upp á aftur, skyldi ég láta vita án tafar.
Ég verð að viðurkenna að grunsamlegar mannaferðir og misheppnaður hjólaþjófnaður eru ekki mín hugmynd um helstu verkefni lögreglunnar í BNA. En hér er greinilega framfylgt hugmyndum um “zero-tolerance löggæslu.