Um leið og það er merkileg sú skoðun að fjölmiðlum beri að lúta stjórn Baugs, eins og ítrekað hefur komið fram, m.a. í því að tímarit Fróða séu tekin úr sölu í verslunum fyrirtækisins, starfsfólk Morgunblaðsins sé kallað á fund um ritstjórnarstefnu með yfirmönnum fyrirtækisins og Kastljósfólki RÚV sé óheimilt að fjalla um aðra þætti Baugsmálsins en fyrirtækinu hentar. Án þess að ég vísi til hinna fjölmiðlanna sem svo merkilega vill til að fyrirtækið á.
Þá hlýtur það að skjóta skökku við að þessir eftirlitsmenn rétts fréttaflutnings geti ekki farið rétt með staðreyndir. Eins og Kristján benti á í Kastljósinu í dag, þá gerir sú staðreynd að “[á]ður hafi komið fram að Jón Gerald virðist bera þungan hug til Jóns Ásgeirs og jafnvel annarra í fjölskyldu hans. Hljóti þetta að draga úr sönnunargildi framburðar hans” Jón Gerald ekki að ótrúverðugu vitni, heldur einmitt það sem stendur í dómnum, sönnunargildi framburðar manns sem ber þungan hug til einhvers er minna en ef vitnið væri óháð/ótengt sakborningi.
Nú þegar Jón Gerald er sjálfur orðinn sakborningur á þessi yfirlýsing úr fyrri dómi ekki við. Þetta veit Gestur Jónsson og félagar hans, en þeir kjósa samt að hamra á hugtakinu ótrúverðugt vitni sem hefur hvergi verið notað nema í áróðursherferð þeirra sjálfra. Slíkar aðferðir eru ekki mjög trúverðugar.
One thought on “Dómstóll fjölmiðla”
Comments are closed.
Smekkleysa Baugsmanna er takmarkalaus. Þeir eru æfir yfir því að stjórna ekki Ríkissjónvarpinu, eins og þeir stjórna 365. Það er ótrúleg hræsni að heyra eigendur DV saka RÚV um að vera “dómstól”. Hversu lágt geta þessir menn lagst? Kastljósið á hrós skilið fyrir umfjöllun sína um Baugsmálið.