Gef oss í dag vort daglegt brauð

Á sóknarnefndarfundi í Grensáskirkju í gær, var ég formlega kvaddur og þökkuð góð störf í þágu Grensáskirkju s.l. 3 ár. Við það tilefni afhenti sóknarnefndin mér yndislega gjöf, listaverkið “Gef oss í dag vort daglegt brauð”, eftir Þorgerði Sigurðardóttur frá 1996. Verkið er þrykkiverk, svokallað blindþrykk, sem er unnið á þann hátt að rist er djúpt í tréplötur og þrykkti með þeim á votan pappír svo að áferðin verður upphleypt.

Það er gaman að segja frá því að fyrir rétt rúmri viku, var ég að ræða við Dagnýju Höllu hjá ÆSKR sem sagði mér að nokkur verka Þorgerðar væru í sölu hjá sr. Jóni Helga í Langholtskirkju. Við það tækifæri nefndi ég að það væri gaman að eignast einmitt verk úr “bæna- og brauðseríunni.” Það hentaði mér hins vegar ekki að svo stöddu enda að breytast í fátækan námsmann. Þessi orð mín bárust hins vegar til sóknarnefndarinnar og þau gripu orð mín á lofti og eiga kærar þakkir skyldar fyrir það.