Þar sem ég er áhugamaður um gengisþróun íslensku krónunnar gagnvart dollaranum, kalla þessar fréttir úr Kauphöllinni á faglegar útskýringar.
- Er það rétt skilið hjá mér að viðtakendur Actavis milljarðanna hafi ákveðið að fjárfesta ekki á Íslandi og markaðurinn sé að leiðrétta væntingar um kaup sem brugðust.
 - Í tengslum við það hlýt ég líka að spyrja hvort það sé rétt hjá mér að gengi krónunnar sé að aðlagast þessum veruleika sem útskýri 5% lækkun krónunnar gagnvart dollaranum síðustu vikuna.
 - Eitthvað hef ég heyrt um erfitt aðgengi að erlendum lánum, er það áhrifavaldur í þessari þróun núna, eða á það eftir að koma fram?
 - Eða er eitthvað annað í gangi?
 
