Fyrir líklega 9-10 árum þróaði ég með fleirum hugmyndina um Möppuna mína! Möppu þar sem leiðtogar í æskulýðsstarfi gætu safnað saman skjölum hvers kyns, upplýsingum og fræðsluefni um æskulýðsmál. Mér fannst hugmyndin frábær, hún var síðan kynnt á námskeiði, að mig minnir í Skálholti, og síðan ekki söguna meir.
Í gær var ég síðan á kynningu hjá Gary frá Grove City, en þar hefur lútherska kirkjan þróað svona möppu til notkunar fyrir fermingarbörn og eldri unglinga í kirkjustarfi. Hugmyndin er snilld, útfærslan mun betri en leiðtogamappan mín og það sem skiptir meira máli. Hugmyndin hefur þróast áfram og virkar! Nú er unnið að frekari þróunarvinnu með hugmynd Gary’s og félaga og vefsíðan þeirra verður vonandi kynnt hér þegar þar að kemur.