Það er ekki mikið rætt í kosningasjónvarpi RÚV að Samfylkingin virðist hafa tapað 3,5% atkvæða frá síðustu kosningum og það sem meira er, Samfylkingin var stærsta stjórnmálaaflið í tveimur kjördæmum í síðustu kosningum en hefur tapað þeirri stöðu, reyndar munaði minna en 0,5% í suðurkjördæminu en munurinn milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í suðri er í ár nær 7,5%.
Tap Samfylkingarinnar er reyndar 4,2% á landsvísu og tveir þingmenn. Það verður að segjast að það hlýtur að teljast óviðunandi.