Sú staðreynd að Dorrit skyldi vísa til þess að hún væri “the First Lady of Iceland” og ætti því ekki að fá lélega þjónustu á flugvelli í Ísrael er að mínu viti óforskömmuð og óviðeigandi. Dorrit var ekki að ferðast í tengslum við starf eiginmanns síns, hún hefur enga opinbera stöðu á Íslandi að og hefur ekki íslenskt vegabréf.
Það er því ekkert annað en misnotkun á starfi eiginmanns hennar, að vísa til þess við landamæraeftirlit. Því vil ég við þetta tækifæri hrósa greyið stelpunni sem vinnur í tollinum á Ben Gurion-flugvelli fyrir að segja að staða Dorrit sem forsetafrúar hefði engin áhrif á þjónustuna sem hún fengi.
6 thoughts on “Óforskömmuð framkoma”
Comments are closed.
Æ, stundum getur fólk nú misst stjórn á sér! Eftirlitið þarna á flugvellinum í Ísrael er reyndar engu líkt. Ef þú ferð þarna í gegn einhvern tíma gegn, Elli, þá skilur þú þetta betur.
Það virðist sem að hún hafi ekki verið með pappíra í lagi. Einstaklingum fæddum í Ísrael ber skylda að hafa einnig ísraelskt vegabréf þegar farið er þarna í gegn. Þetta veit Dorrit, en rífst samt og það á svæði þar sem eitthvert strangasta eftirlit í heimi er. Auðvitað missum við stjórn á skapi okkar og sem betur fer er ekki alltaf myndbandsupptökuvél til staðar. Það breytir því ekki að svona framkoma er óforskömmuð og í stað þess að biðjast afsökunar í RÚV-fréttum, reyndi hún að gera lítið úr starfsstúlkunni á flugvellinum.
Minnig mig á viðbrögð Möggu Thatcher við fjöldamorðunum á Torgi hins himneska friðar þegar hún sagði að fólkið hefði mátt búast við þessu, það hefði verið að brjóta lög síns lands. Án þess að ég ætli að verja tildurrófuna Dorrit sem mér finnst ekki mikið til koma þá finnst mér fáránlegt að taka undir þessi ísraelsku lög sem gefa þeim ákveðið forræði yfir fólki sem fæðist í landinu til dauða, hvort sem það fólk vill eða ekki.
Hef á tilfinningunni að Dorrit hafi nú töluvert meira vit á- og all miklu meiri innsýn í þjóðfélagsástandið í Ísrael en guðfræðingar uppá Íslandi (með fullri virðingu fyrir þeim). Skynji þar hvar skóinn kreppir í mannréttindamálum og þar fram eftir götunum. Finnst heldur ekki par fínt að kalla hana “tildurrófu” – ekki þroskuð orðræða það. En það er eitthvað með þessa þjóð og þá sem skara framúr. Einu sinni var ort: “Íslendingar einskis meta, alla sem þeir geta” sá skáldskapur er því miður enn í gildi sýnist mér.
Hér hefur enginn notað hugtakið “tildurrófa” og það má vel vera að þjóðfélagsskilningur Dorrit sé meiri en minn. Hegðun hennar á Ben Gurion myndbandinu gaf það samt ekki í skin.
Ég sagði tildurrófa og biðst forláts á því, algjör óþarfi. Stend við annað að ofan.