Þar sem ég er heimavinnandi húsfaðir í BNA, er ég um þessar mundir meira á netinu en nokkru sinni fyrr. Þannig reyni ég að fylgjast með fréttum í tveimur löndum, hlusta á útvarp og stöku sinnum reyni ég að sjá íslensku sjónvarpsfréttirnar. En það er eitt sem ég skil alls ekki.
Hvað er það sem gerir visi.is að svona ómögulegan vefmiðil. Tækifærin eru mörg, pistlahöfundarnir ótalmargir, fjölmiðlarnir sem liggja að baki búa til óhemjumikið magn af efni sem mér skilst að sé aðgengilegt. En þrátt fyrir þetta þá hröklast ég alltaf burt eftir að hafa lesið í mesta lagi eina grein eða sótt DV, sem ég geri stundum.
Einhverjir gætu bent á að efnið sé svo mikið að það sé erfitt að halda utan um það og birta á svona vef. Raunveruleikinn er hins vegar sá að þrátt fyrir þetta mikla efni, koma sumar greinar fyrir 2-3 á forsíðunni. Og talandi um forsíðuna, hún er algjört kraðak, þar eigir saman skemmtipistlum og upplýsingum í óþolandi hrærigraut sem þarf líklega próf til að komast í gegnum. Aðgengi að bloggi 13 ára barna og pistlar um árásarstríð í Írak, einkamálaauglýsingar og risastórar veðurupplýsingar í Flashformi valda því að ég höndla ekki að vera þarna.
Við þetta bætist svo að mac-a notendur hafa ekki aðgang að VefTíVí-inu þeirra, skrár með útvarpssendingum opnast í svaka fansíauglýsingagluggum sem er ekki mac samhæfður að fullu, reyndar náði ég Bylgjunni áðan. En þetta er einfaldlega lélegt. Hvers vegna er ekki meiri metnaður hjá öllum þessum 365 að gera betur. Ef fimm þeirra færu í þetta verkefni, væru enn 360 til að gera eitthvað annað.
—
Við yfirlestur þessa pistils uppgötvaði ég mér til skelfingar og mikillar hræðslu að ég er ekki lengur á aldrinum 13-25 ára og finnst ekki lengur gaman þegar allt er að gerast í einu, heldur kýs miklu fremur snyrtilega framsetningu og einfaldleika. Verst finnst mér þó að missa af VefTíVí-inu og innihaldslausu hádegisviðtölunum.
3 thoughts on “Hvað er það með visi.is?”
Comments are closed.
Ég fékk rétt í þessu uppfærslu á FlipMac og er mér núna kleift að sjá NFS. Þannig að nú get ég séð innihaldslausu hádegisviðtölunum.
Ég skipti alltaf yfir í IE (ugh) til að skoða vídeó á vísi, það er nefnilega ekki hægt að “spóla áfram” með firefox. Aftur á móti virkar vefur Rúv frábæralega með bæði firefox og ie. Skil ekki svona fúsk hjá vefsíðu sem fær tugi þúsunda heimsókna á dag.
IE er ekki lengur stutt fyrir Mac og hefur ekki verið endurnýjað síðan í útgáfu 5.5 held ég og er algjörlega vonlaus browser. Það er hins vegar rétt að ég get ekki spólað, horft á mynd í öllum skjánum eða tekið myndina út úr þessu ömurlega lúkki. RÚV vefurinn er hins vegar allt annar klassi. Ég notast einfaldlega við Windows Media Player og hef Rás1,2 og TV í bookmarks.