Það er skemmtilegt að fylgjast með Evróvision-hneykslinu í kringum Silvíu, en annar höfunda hennar sagði að við hönnun persónunnar hafi þau litið til þeirra eiginda í lífi manneskju sem eru neikvæðar og slæmar og skapað Silvíu út frá því. Þannig er sjálfhverfan í laginu sem deilt er um og sú staðreynd að laginu var lekið hluti af persónusköpuninni. Sjálfhverfan samþykkir ekki önnur lög en þau sem hentar hverju sinni. Þannig hefði verið anti-climax fyrir Silvíu að leita ekki leiða til að sveigja keppnina að sínum þörfum.
Það að höfundum Silvíu hafi tekist að vekja með henni samúð og stuðning meðal almennings, sýnir hversu auðvelt er að setja sig í spor sjálfhverfunar og skilja hvað Silvíu gengur til. Ef Silvía og viðbrögð almennings í hennar garð, sér í lagi unglinga, er ekki áhugaverð stúdía, þá veit ég ekki hvað!
Ég veit ég vinn fokkins úrslitin, öll hin lögin hafa tapað!
Eru orð að sönnu, með því að leka laginu og ná samúð, er keppninni lokið hvernig sem fer. Til hamingju Ísland!