Það lýsir vanda mínum í lífinu líklega best að ég veit ekki hvort stolt er skrifað með einu eða tveimur L-um. Ef til vill er það samt kostur að vita það ekki. Það flækir nefnilega veröldina verulega að mega ekki gefa eftir.
Vitneskjan um að ég er syndugur maður auðveldar mér nefnilega að sýna auðmýkt og viðurkenna þegar mér verður á.
Er þetta svart og hvítt, annað hvort eða? Eigum við ekki bæði að vera stolt og auðmjúk? Ég er til dæmis ekki syndugur enda viðurkenni ég ekki það fyrirbæri, en get alveg sýnt auðmýkt og viðurkennt þegar mér verður á. Held ég 😛
Hér hæfir LOLlan!
Hver er Lolla ?
Syndavitundin er einmitt til þess fallin að minna okkur á þau takmörk sem við búum við. Hún minnir á jafna stöðu manna og hvetur okkur til auðmýktar! Stolt fer ágætlega saman með auðmýkt enda eru það ekki andstæðurnar. Hroki er hins vegar andstæða auðmýktarinnar. Lolla er fyndin stelpa.
Hver er munurinn á auðmýkt og undirgefni eins og það tengist syndavitundinni? Mér sýnist stundum að syndavitund trúmanna tengist því síðarnefnda frekar en hinu fyrra og undirgefinn maður er tæplega stoltur. En vafalaust er þetta bara sjónskekkja hjá mér. Lolla er fyndin en það allt er gott í hófi.
Æ, þetta er nú víst rétti tíminn til að tala um undirgefni. Svíarnir að valta yfir okkur. Eins og ég sé það þá er trúaður maður undirgefinn fyrir Guði sínum sem getur leitt af sér auðmýkt gagnvart náunganum. Hann ætti hins vegar ekki að eiga aðra guði og þ.m. ekki að gerast undirgefinn því sem mölur, ryð, gleymska eða dauði getur grandað. Þetta var nú ein ástæða þess að kristnir/gyðingar voru ofsóttir hér á dögum keisaranna. Þeir neituðu að gerast undirgefnir keisaranum. Jafnvel þegar völd konungs voru hvað mest mátti hann beygja sig undir lögmál Guðs – t.a.m. boðorðin. Hér vísa ég til fáeinna dæma þessa og minnist á eitt og annað þessu tengt. Jæja, niðurlægingin heldur áfram, seinni hálfleikur er að byrja.
Já, en er ekki stutt á milli auðmýktar og udnirgefni gagnvart öðru fólki? Er það ekki undirgefni, en ekki auðmýkt, að rétta hinn vangann?
Undirgefni skoðast hér sem tilbeiðsla/lotning. Að rétta hinn vangann getur sannarlega verið merki um fullkomna yfirburði gagnvart ofbeldisfullum náunga. Nokkur stórmenni sögunnar hafa sýnt það í verki, s.s. M. Gandhi, N. Mandela ofl.
Skúli talar um hroka sem andstæðu auðmýktar, en ekki stolt. Ég get tekið undir það. Raunveruleikinn er hins vegar sá að yfirleitt tölum við um stoltið sem þá kennd sem kemur í veg fyrir að við séum tilbúin til að viðurkenna mistök. Það var þess konar stolt sem ég var að vísa til í pirringsfærslu minni í upphafi.
Ég vísaði í Lolluna af því mér fannst innskot Matta skondið….finnst það ekkert oft þannig ég hélt nú ekki ég hefði ofgert neinu. Játa hins vegar villu míns vegar með glöðu hjarta nú sem endra nær án nokkurra tengsla við syndavitund en allmikilla tengsla við almennan vilja til að vita ekki meira en margur um nokkurn skapaðan hlut.