Fyrirhafnarinnar virði?

Stundum eyðir maður löngum tíma í verkefni sem manni finnst lítilvæg og vart þess virði. Eitt þeirra var að fá leyfi fyrir flugeldasýningu á Sæludögum í Vatnaskógi 2003. Sýslumanninum í Borgarnesi var mikið í mun að veita EKKI leyfið og setti hin ýmsustu skilyrði sem ég og sér í lagi Ársæll Aðalbergsson eyddum ófáum tímum í að uppfylla. Ég verð að viðurkenna að mér þótti sýningin vart fyrirhafnarinnar virði.

En barn sem horfði á flugeldasýningu Reykjavíkurborgar af Miðbakkanum á Menningarnótt virðist vera mér ósammála, alla vega í frásögn Guðmundar Andra í Fréttablaðinu í dag.

Barn hinum megin við mig sagði við mömmu sína: “Þetta var flottara í Vatnaskógi í fyrra” en spölkorn frá sagði ungur maður: “Hvaðan kemur allt þetta fólk?” eins og hann hefði verið rétt í þessu að vakna. (http://www.visir.is/?PageID=38&NewsID=11432)

3 thoughts on “Fyrirhafnarinnar virði?”

  1. og setti hin ýmsustu skilyrði sem ég [Elli] og sér í lagi Ársæll Aðalbergsson eyddum ófáum tímum í að uppfylla.

    Kommon, þetta tekur nú ekki meira en rúmlega einn föstudagsmorgunn kallinn minn að redda leyfinu. Hvað voruði eiginlega að drolla?

  2. Páll minn, við erum bara ekki öll stjörnulögfræðingar Samfylkingarinnar. Og höfum því ekki sama vægi í samtölum við Sýslumannsfulltrúa og þú.

Comments are closed.