Gangið nær, þjóðir, svo að þér heyrið,
hlýðið á, lýðir.
Jörðin heyri og allt sem á henni er,
heimurinn og allt sem í honum býr.
Guð Jesaja er Guð með stórum staf, Guð allra. Réttlæti Guðs hefur ekki aðeins áhrif á Ísraelsþjóðina. Edóm, samfélagi sem lá á milli Júdeu og Egyptalands, býður algjört hrun, órækt, auðn og vonleysi blasa við Edómítum. Landið sem hagnaðist á viðskiptum milli þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafs verður eytt. Enn á ný má spyrja hvort að Jesaja sé hér í hlutverki fréttamanns eða greinanda. Hvort hann sé að lýsa endalokum samfélags eða spá fyrir um endalokin.
Það er hins vegar ljóst að Jesaja telur Guð sem öllu ræður, Guð sem hefur gert heiminn allan, er ábyrgur. Það er aðeins fyrir Guð að þjóðir geta horfið. Það er aðeins ef að Guð lyftir sverðinu að hrunið verður algjört.