Framtíð Jerúsalem er ekki björt, matur og drykkur af skornum skammti. Unglingar taka völdin, leiðtogarnir óhæfir. Að mati Jesaja er ástæðan augljós, við berum sjálf ábyrgð á örlögum okkar.
Vei þeim! Þeir hafa sjálfir bakað sér ógæfu.
Heill hinum réttláta því að honum mun vegna vel
og hann nýtur ávaxta verka sinna.
Vei hinum guðlausa því að honum vegnar illa,
honum verður það endurgoldið sem hann gerði öðrum.
Sá guðlausi er þó ekki endilega sá trúlausi, heldur sá sem hafnar réttlætinu, er glysgjarn og sjálfhverfur. Sá sem lifir án ábyrgðar á náunga sínum.