Jesaja gefur í skin að Guð Ísraels sé Guð allra þjóða.
Því að fyrirmæli koma frá Síon,
orð Drottins frá Jerúsalem.
Og hann mun dæma meðal lýðanna
og skera úr málum margra þjóða.
Og þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum
og sniðla úr spjótum sínum.
Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð
og ekki skulu þær temja sér hernað framar.
En um leið hafnar Jesaja austrænni hjátrú og spásögnum annarra þjóða. Hann varar við samningum við útlendinga og því að falla fram og tilbiðja manngerða hluti.
Jesaja talar mjög skýrt gegn drambi og hroka, traust á mönnum fremur en traust á Guði mun ekki leiða til neins.
Dagur Drottins herskaranna kemur
yfir allt dramblátt og hrokafullt,
yfir allt sem gnæfir hátt,
yfir öll sedrustré á Líbanon,
há og gnæfandi,
og allar Basanseikur,
yfir öll gnæfandi fjöll
og yfir allar háar hæðir,
yfir alla háreista turna,
yfir alla ókleifa borgarmúra,
yfir öll Tarsisskip,
yfir öll skip hlaðin glysi.
Þá verður hroki mannanna beygður
og dramb þeirra lægt.
Drottinn einn mun upphafinn á þeim degi.
Upplifun Bono og félaga í U2, byggir á þessum texta þar sem þeir syngja um að Guð sjáist ekki lengur yfir sedrustrjánum í Líbanon. Drottinn sé orðinn svo hátt uppi og svo fjarlægur.