Útskýringar á dauða Jesú Krists til fyrirgefningar syndanna er líklega sú guðfræðiglíma sem kallað hefur á lengstar útskýringar og sumar flóknustu deilurnar í kristindómi. Áherslan hér í þessum texta er á fullvissuna.
Dauði Jesú Krists í eitt skipti fyrir öll, gerir allar aðrar tilraunir til friðþægingar óþarfar. Óvissunni um gæði gjafanna og fórnarþjónustunnar er eytt. Lögmálið og helgiþjónustan byggði á því að líkja eftir ríki Guðs, en í dauða Jesú brýst hið raunverulega Guðsríki fram.