Bjartsýni á vettvangi kirkjunnar

Fyrir hið margumtalaða hrun hafði þjóðkirkjan þanist út líkt og margt annað á landinu. Auðveldast er að benda á skuldastöðu og framkvæmdagleði því til stuðnings, en einnig væri hægt að benda á að fjöldi kirkna réð til starfa starfsfólk í fastar stöður (oft fagfólk) á sviði æskulýðsmála og safnaðarstarfs (framkvæmdastjóra).

Strax árið 2008, mátti sjá samdrátt í kirkjum sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu og það er auðvelt að benda á kirkjur sem drógu verulega saman og sögðu upp fólki sem á tíðum hafði unnið frábært starf. Þessi niðurskurður hefur staðið kirkjustarfi fyrir þrifum víða og ég get svo sem nefnt ýmis dæmi. Nokkrar kirkjur stóðu þó sína plikt og héldu fagfólki í vinnu þrátt fyrir erfiða tíð og nota ekki tækifærið nú þegar fagfólkið freistar gæfunnar annars staðar til að skera niður starf.

Það er sérstaklega skemmtilegt að sjá að Keflavíkurkirkja, Bessastaðakirkja og Glerárkirkja ætla að halda áfram því frábæra starfi sem Hjördís, Gréta og Pétur Björgvin hafa sinnt, með því að ráða nýtt fagfólk í þeirra stað.

Eins er gaman að sjá að Bústaðakirkja stígur fram og hyggst ráða djákna til starfa til að koma að uppbyggingu safnaðarstarfsins. Þá hefur mér borist til eyrna að fleiri söfnuðir séu að hugsa sér til hreyfings og muni auglýsa eftir fagfólki á sviði kirkjustarfs á næstu mánuðum. Vissulega eru flestar stöðurnar 50% störf en það verður vonandi hvati til safnaðanna og starfsfólksins sem þangað kemur að leita nýrra og ferskra leiða til að auka rekstrarfé safnaðanna, enda óvíst að sóknargjaldakerfið sem nú er við líði muni vaxa og dafna til langs tíma.

En hvað um það, hér eru nokkrar spennandi stöður í kirkjunni sem eru lausar til umsóknar á þessu vori.

  • http://kirkjan.is/2013/05/starf-djakna-i-bessastadasokn-auglyst/
  • http://kirkjan.is/2013/05/starf-djakna-vid-glerarkirkju-auglyst/
  • http://www.kirkja.is/frettasafn/auglyst-eftir-djakna-i-50-starf-i-bustadakirkju
  • http://www.keflavikurkirkja.is/frettir/684/Default.aspx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.