1. Mósebók 39. kafli

Eins og bent var á í ummælum við fyrri kafla, þá reisti Jakob altari til heiðurs El eftir glímu sína við Guð. Það er hins vegar Jahve sem fylgir Jósef í ánauðina í Egyptalandi og lætur “honum heppnast allt sem hann tók sér fyrir hendur.” Það er líka athygli vert að Jahve blessar ekki bara afkomendur Abrahams í þessum kafla, heldur og hinn egypska húsbónda Jósefs. Þessi blessun sem húsbóndinn tengir við Jósef leiðir til þess að Jósef er falin mikil ábyrgð.

Ásökun ríkrar og valdamikillar konu um að þræll hafi reynt að nauðga henni, er þekkt minni í bókmenntum og kemur fyrir hér. Eiginkona húsbóndans reynir að fá Jósef til að sofa hjá sér, en Jósef neitar. Afleiðingin er að Jósef er varpað í fangelsi. Blessun Jahve fylgir Jósef í fangelsið, þar sem hann öðlast fljótlega vinsældir.