Abraham leggur áherslu á að blóð sitt blandist ekki við blóð íbúa Kanaanslands en jafnframt vill hann tryggja að Ísak dvelji þar áfram. Frásagan hér lýsir ferð þjóna Abrahams til ættlandsins í leit að kvonfangi. Sagan af því þegar þjónninn sér Rebekku við brunninn og ávarpar hana, kallast rétt sem snöggvast á við söguna af samversku konunni í Jóhannes 9. En bara rétt sem snöggvast, eða hvað?
Þjónn Abraham fer til ættlandsins í leit að kvonfangi fyrir Ísak, því fyrirheit Abrahams er einungis ætlað ætt Abrahams. Þegar Jesús stendur við brunninn og talar við samversku konuna þá er það eins og andsvar við þessari frásögn, Guð er allra, en ekki einungis fjölskyldu Abrahams. Ég efast reyndar um að skrifari Jóhannesarguðspjall hafi haft Rebekku í huga þegar hann lýsti atburðunum við Jakobsbrunninn, enda samverjar afkomendur Abrahams. Mér flaug þetta samt í hug.
Það er hins vegar augljóst af frásögunni að Abraham var auðugur maður og fjölskylda Rebekku ekki endilega fátæk sjálf. En hvað um það, ráðahagur milli Ísaks og Rebekku er samþykktur og Rebekka heldur til Kanaanslands og hittir þar tilvonandi eiginmann sinn.
Það virðist sem að Rebekka hafi strax tekið yfir hlutverk Söru í fjölskylduklaninu og við lesum að Ísak hafi elskað konu sína.