Enn á ný lesum við sömu frásögn úr annarri hefð. Að þessu sinni lesum við að Abraham hafi farið til Gerar (hvar sem það er) og haldið því fram að Sara væri systir sín. En eins og við e.t.v. munum gerðist þetta í Egyptalandi skv. J-hefðinni. Þetta virðist sama “trikster”-sagan og áður. Reyndar er komið “twist” sem veldur því að Abraham er ekki sagður ljúga og eins er lögð á það áhersla að Sara hafi ekki sofið hjá konunginum í Gerar. Eitthvað sem virðist ekki hafa skipt máli í frásögunni um Faraóinn í J-hefðinni. Það er því óhætt að segja að þessi frásaga sé yngri en hin fyrri, enda hafa þau skötuhjú á sér mun hreinari mynd hér en í sögu J-hefðarinnar áður.
En trikkið er sagt bera árangur. Aftur yfirgefa Abraham og Sara svæðið klyfjuð af eigum.