Abram upplifir auð sinn til einskis, þar sem hann og Saraí eru barnlaus. Guð mætir honum og lofar því að hann muni eignast marga afkomendur, en segir honum jafnframt að niðjar hans verði hrepptir í þrældóm en muni losna þaðan með mikinn auð. Það er auðvelt að ímynda sér mikilvægi svoleiðis vilyrðis fyrir fólk í útlegð, hvort sem þessi frásögn nær flugi í Egyptalandi eða Babýlon. Vilyrði Guðs um að ástandið sé tímabundið og í lok kúgunarinnar geti þau snúið aftur til landsins sem Guð hafði lofað.