Á árinu 2007 gáfu Biskupsstofa, Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum, Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar og Æskulýðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis út bókina “Hjálpumst að – Hugmyndir að kærleiksþjónustuverkefnum.” Bókin sem var unnin í tengslum við ár kærleiksþjónustunnar í þjóðkirkjunni 2006 – 07, skiptist í helgistundir, starf í söfnuðum, fundarefni, fjáröflun og hjálparstarf.
Að bókinni vann margt gott fólk ásamt Halldóri Elíasi Guðmundssyni sem annaðist ritstjórn, hönnun og frágang.