Fræðsluefni fyrir heimsóknarþjónustu kirkjunnar

Árið 2003 tóku Guðrún Eggertsdóttir, Halldór Elías Guðmundsson og Ragnheiður Sverrisdóttir djáknar saman fræðsluefni um heimsóknarþjónustu safnaða. Þá þegar höfðu margir söfnuðir boðið upp á húsvitjanir eða heimsóknarþjónustu og aðrir sýndu áhuga á að taka upp slíka þjónustu.

Markmið fræðsluefnisins var að samræma skipulag heimsóknarþjónustu kirkjunnar, stuðla að faglegum vinnubrögðum og setja skýr markmið sem auðvelduðu söfnuðum að vinna kerfisbundið og markvisst að öflugri þjónustu.

Efnið var sett fram á aðgengilegan hátt, á glærum með skýringartexta, í forritnu Power Point. Hægt var að prenta út glærur og glósutexta með þeim og notast við þær allar eða velja úr þær sem hentuðu hverju sinni. Einnig gátu notendur bætt inn eigin athugasemdum og þannig lagað efnið að eigin þörfum.

Í efninu var eðli heimsóknarþjónustu skilgreind og þau hugtök sem notuð eru. Þá var fjallað um biblíulegan bakgrunn, upphaf í söfnuðinum, kostnað, ábyrgð sóknarnefndar, umsjónaraðila, samstarfsaðila, markmið kirkjulegrar þjónustunnar og sjálfboðaliða.

Í viðauka voru síðan ýmis skjöl sem hægt var að prenta út og nota óbreytt eða laga að þörfum hvers safnaðar, s.s. eyðublað um þagnarskyldu, samningur við sjálfboðaliða, eyðublað til nota við skráningu upplýsinga um þá sem æskja heimsókna, viðmiðunarreglur fyrir heimsóknarþjónustu og hugmyndir að fræðsluefni á fundum.

Stuðst var við efni sem Halla Jónsdóttir útbjó fyrir starf á vegum Ellimálaráðs og útgefið var af fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar auk ýmiskonar erlends efnis og fylgdi heimildaskrá í viðauka til að auðvelda þeim sem áhuga höfðu á að kynna sér heimsóknarþjónustuna frekar.

Hægt er að nálgast efnið af vef Biskupstofu:
Heimsóknarþjónusta kirkjunnar (2003)-PPT
Heimsóknarþjónusta kirkjunnar – fylgiskjöl (2003) – doc

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.