Veturinn 2000-2001 ritstýrði Halldór Elías Guðmundsson og skrifaði að nokkrum hluta fræðsluefni fyrir unglingastarf sem notað var í kirkjum landsins í tengslum við æskulýðsdag þjóðkirkjunnar 2001.
Við gerð efnisins studdist hann við gögn úr ýmsum áttum, m.a. frá Evrópuráðinu (All Different – All Equal), ýmsa hugmyndabanka KFUM&KFUK á Íslandi, kennsluhefti fyrir fermingarfræðslu í Vatnaskógi og enska tímaritið Youthwork. Eins fékk hann upplýsingar og aðstoð frá sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni á Hvammstanga, Helga Gíslasyni æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK og Petrínu Mjöll Jóhannesdóttur hjá Fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar. Framsetningin og áherslur voru þó alfarið á ábyrgð Halldórs.
Efnið fjallaði um samskipti á víðum grunni, vináttu, sjálfsmynd og Guðsmynd. Efnið innihélt einnig guðsþjónustuform til notkunar í helgihaldi á æskulýðsdaginn 2001.
Hægt er að nálgast efnið á vef Biskupstofu:
– Samskipti og sátt. Efni til notkunar í tengslum við æskulýðsdag þjóðkirkjunnar, sunnudaginn 4. mars 2001 (pdf)