Fræðsludeild Biskupstofu leitaði til Halldórs Elíasar Guðmundssonar um að ritstýra/skrifa heildarfræðsluefni fyrir unglingastarf kirkjunnar til notkunar veturinn 2001-2002. Áralöng hefð hafði verið fyrir slíku efni í starfi KFUM&KFUK en kirkjan hafði ekki séð ástæðu gerðar slíks efnis um langt skeið.
Ástæða þess að kirkjan hafði ekki ráðist í slíkt verkefni var margþætt. Má þar nefna mjög mismunandi uppbyggingu starfsins á hverjum stað, sem hefur verið talið kalla á mismunandi efni, óskýrar hugmyndir um markmið unglingastarfs kirkjunnar yfirleitt og loks má ekki gleyma að sumir hafa talið að slíkt efni væri heftandi í starfinu og kæmi í veg fyrir að unglingarnir tækju jafn virkan þátt í ákvarðanatöku og annars væri. Við skrif efnisins var reynt að taka tillit til þessara þátta eftir því sem kostur er.
Hægt er að nálgast efnið af vef Biskupstofu:
Efni fyrir unglingastarf kirkjunnar veturinn 2001-2002