Tækifæri til samtals og fræðslu

  • Ég vil bjóða upp á vettvang fyrir fræðslu og samtal um trúmál á Íslandi, sér í lagi um þjóðkirkjuna, stöðu hennar, hlutverk og ábyrgð.
  • Ég býð upp á metnaðarfullt fræðsluefni, vandaða ráðgjöf og uppbyggjandi samtal við einstaklinga og hópa jafnt innan og utan trúfélaga.
  • Ég hef að markmiði að auka skilning og virðingu milli ólíkra hópa innan og utan kirkju.
  • Ég þjálfa þátttakendur í kirkjustarfi, jafnt leikmenn og vígða, í uppbyggingu vandaðs og heilbrigðs kirkjustarfs.
  • Ég stunda rannsóknir á kirkju og kirkjustarfi, bæði á vettvangi trúfræði og starfsháttafræða.
  • Ég legg áherslu á gagnsæ vinnubrögð.