Af hverju gengumst við við þessu?

Spurning Ingibjargar er röng eða alla vega ótímabær. Það er gagnslaust að glíma við af hverju þjóðin féll fyrir þessu sem heild, án þess fyrst að svara spurningunni af hverju við, bæði ég, Halldór Elías, og hún, Ingibjörg Sólrún tókum þátt í þessu.
Það er auðvelt að tala í alhæfingum um stóra hópa, en iðrunin og raunverulegt uppgjör felst í að ávarpa sjálfan sig.
Ingibjörg þarf að svara fyrir það hvers vegna hún flutti ræðurnar í Borgarnesi, hún þarf að svara fyrir sig persónulega hvers vegna henni þótti samstarf við Sjálfstæðisflokkinn spennandi kostur. Það er flótti frá veruleikanum að tala þar almennt um Samfylkinguna eða þjóðina sem heild.
Slíkt persónuuppgjör snýst ekki um dóm, heldur möguleikann á upprisu.

Hluti míns persónlega ávarps er hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.