Nú er ég svo sem ekki sérfræðingur á fjármálasviðinu, enda liggur áhersla mín í lífinu annars staðar. En skil ég það rétt hjá Herra Sigurði að upphæðirnar hafi verið mun lægri því Kaupþing hafi haft veð upp á móti þeim að hluta?
Er ég líka að skilja það rétt að lánin til Tchenguiz hafi í raun ekki verið svona há, því að Kaupþing hafi verið leppur í lánveitingum til Tchenguiz?
Er vörn Herra Sigurðar sem sé fólgin í því að þessi lán hafi verið eðlileg þar sem meint veð hafi verið til staðar, og lán til Tchenguiz séu eðlileg þar sem Kaupþing hafi bara verið notað til að fela raunverulegan lántaka fyrir lánveitendum?
Ég er vonandi að miskilja manninn hrapalega og hann hafi í raun og veru sagt að lánin hafi ekki verið veitt. En ég er ekki sérfræðingur og því veit ég ekki.