Nokkur ungmenni úr Bexley Middle School hér í Ohio, tóku einnig þátt í þessari árlegu keppni 8. bekkinga um bestu framtíðarborgina. Bexleybæingar unnu að þessu sinni á fylkisvísu og halda nú um miðjan febrúar til Washington, og keppa á landsvísu. Það vakti athygli mína að borgin sem þau hönnuðu og kölluðu “Novo-Mondum” var einmitt sögð vera á Íslandi í fréttabréfi skólahverfisins.