Það er sagt að Maria Antoinette hafi spurt af hverju fólkið borðaði ekki kökur, fyrst það átti ekki brauð. Daniel G. Groody bendir á í nýrri bók sinni Globalization, Spirituality, and Justice: Navigating the Path to Peace (Theology in Global Perspective) að árið 2005 hafi veltan í ilmvatns og rakspíraiðnaðinum verið jafnmikil og kostnaður við alla menntun í Afríku og Mið-Austurlöndum, tæplega 28 milljarðar USD.