Það vekur athygli mína að ákvörðun mín um að loka fyrir bein ummæli hér skuli vera ein af sönnunum þess að íslenska þjóðkirkjan gengur á bak orða sinna í stefnumótunarplagginu um “kirkjan sé virk í að nýta nýja upplýsinga- og samskiptatækni til miðlunar og samræðu.”
Ég er greinilega mikilvægari maður en ég hélt. Það er kannski ástæða til að minna á að ég þarf einungis 1.500 undirskriftir til viðbótar til að geta boðið mig fram sem forseti í sumar.
Hafir þú athugasemdir eða viðbrögð við færslum á elli.annall.is er opið fyrir TrackBack vísanir af öðrum bloggsíðum. Upplýsingar um TrackBack/PingBack eru hér.